Entries by TF3JB

,

50 MHZ TÍÐNISVIÐIÐ BYRJAÐ AÐ LIFNA

Heimir Konráðsson TF1EIN var QRV á 6 metrum í hádeginu í dag, 5. maí. Hann var þá nýbúinn að setja upp nýtt sambyggt stefnuvirkt loftnet fyrir 50 MHz og 70 MHz, þegar skilyrðin opnuðust á 6 metrum niður til Evrópu. Loftnetið er 9 elementa Yagi frá EAntenna, gerð 5070-OWA9. Það er 4 el. á 6 […]

,

TF3E QRV UM QA-100 GERVITUNGLIÐ

Erling Guðnason TF3E varð QRV um Es‘hail 2 / Oscar 100 gervitunglið í lok apríl. TF3E er fjórða íslenska kallmerkið sem er virkjað til að vinna um gervitunglið, en fyrir eru TF1A, TF3VP og TF3IRA. Erling notar Adalm-Pluto SDR 10 mW sendi-/viðtæki fyrir 60 MHz til 3,8 GHz. Hann notar tvo RF magnara þar fyrir […]

,

FIMMTUDAGSOPNUN OG NÁMSKEIÐ Í GANG

Í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildistíma reglugerða um takmarkanir á samkomum og skólastarfi til 12. maí n.k., verður félagsaðstaðan í Skeljanesi opin fimmtudaginn 6. maí kl. 20-22. Þá verður námskeiði ÍRA til amatörprófs framhaldið mánudaginn 10. maí n.k. samkvæmt uppfærðri dagskrá. Grímuskylda er í húsnæðinu ásamt þeirri kvöð að leitast verði […]

,

9J2LA DX-LEIÐANGURINN 2020

Tíu radíóamatörar frá fjórum þjóðlöndum virkjuðu kallmerkið 9J2LA í Zambíu 5.-15. mars 2020. Fjöldi sambanda var alls 3.421. Zambía er nr. 170 á lista Club Log yfir eftirsóttustu DXCC einingarnar. Fjarlægð frá TF er um 9.700 km. Margar TF stöðvar höfðu sambönd við leiðangurinn. Þátttakendur: LA3BO, LA3MHA, LA7THA, LA8OM, LA9KKA, LB8DC, SM6CPY, DK6SP, OE5CWO og […]

,

VORSTEMNING Í SKELJANESI

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudagskvöldið 29. apríl. Alls mættu 24 félagar í hús og 1 gestur – en allt gekk upp samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra um mest 20 einstaklinga í sama rými – þar sem mest voru 19 í salnum samtímis, þ.e. menn mættu og yfirgáfu staðinn  á mismunandi tíma, auk þess sem […]

,

ERINDI FRÁ KORTASTOFU ÍRA

Uppfærslu merkinga á QSL skáp kortastofu félagsins lauk síðdegis í dag, 28. apríl. TF kallmerki  fá merkt hólf hjá kortastofunni þegar QSL kort merkt þeim byrja að berast erlendis frá. Mathías Hagvaag, TF3MH, kortastjóri sagði að vegna þess hve mikið félagsaðstaðan í Skeljanesi hafi verið lokuð undanfarna mánuði (vegna Covid-19) hafi safnast upp kort hjá […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI 29. APRÍL

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 29. apríl frá kl. 20:00. Ákvörðun um opnun byggir á heimild í reglugerð heilbrigðis-ráðherra um tilslökun á samkomuhaldi 15. apríl til 5. maí n.k. Grímuskylda er í húsnæðinu ásamt þeirri kvöð að leitast verði við að halda 2 metra nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður […]

,

NÝTT TÖLUBLAÐ CQ TF ER KOMIÐ

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 2. tbl. CQ TF 2021 sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. Þakkir til félagsmanna fyrir innsent efni og ekki síst þakkir til Vilhjálms Í. Sigurjónssonar TF3VS fyrir glæsilegt umbrot blaðsins. 73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF. Vefslóð á nýja blaðið: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/04/cqtf_35arg_2021_02tbl.pdf

,

HANDBÓKIN Á TILBOÐSVERÐI

„Handbókin“ þ.e. ARRL Handbook 2021 er boðin á tilboðsverði þessa helgi (24.-25. apríl). Innkaupsverð er $35 í stað $49.95. Bókin er alls 1280 blaðsíður að stærð. Nota þarf kóðann: HB21 þegar kaup eru gerð. Vefslóð: http://www.arrl.org/shop/ARRL-Handbook-2021-Softcover/